Maurar treysta á þekkingu kvendýra

Maurar að störfum.
Maurar að störfum. Wikipedia

Maurar virðast hafa ótrúlega hæfileika þegar kemur að því að vinna saman til að lyfta hlutum sem eru margfalt þyngri en þeir sjálfir. Þar spila þó fleiri þættir inn í en bara styrkur.

Í niðurstöðum könnunar sem birtist í dag segir að einn einasti maur geti haft lykiláhrif á hvernig hópi maura gengur að koma hlutum á leiðarenda.

Þegar maurar burðast saman með eitthvað sem er mun stærra en þeir sjálfur, eins og til dæmis stærra skordýr, þá þurfa þeir að koma saman til að bera það. Ef hópurinn virðist stefna af leið gengur einn kvenkyns - aldrei karlkyns - maur til liðs við hópinn og réttir stefnuna með því að byggja á nýrri upplýsingum en hópurinn hafði sjálfur.

Streitast ekki á móti

Þessi eini maur togar hlassið því í áttina til sín. Frekar en að streitast á móti þá taka hinir maurarnir „skipun“ nýja maursins vel og fylgja eftir.

Niðurstöðurnar komu rannsakendunum á óvart. Það kom þeim ekki síður á óvart að 10 til 20 sekúndum eftir að nýi maurinn hafði gengið til liðs við burðarhópinn hætti hann að skipta sér af því hvert ætti að stefna, og lét sjálfur segjast þegar nýr maur sem var betur upplýstur kom til að liðsinna hópnum.

„Eftir því sem við best vitum er maurinn sem segir hópnum til á engan hátt ólíkur hinum maurunum,“ segir Ofer Feinerman, aðalhönnuður rannsóknarinnar og vísindamaður við Weizman rannsóknarstofnunina í Ísrael. „Enginn tilnefnir leiðtoga. Hún - ekki hann - tilnefnir sig sjálf vegna þess að hún hefur nýrri upplýsingar um réttu stefnuna.“

Maurar eru ein fárra dýrategunda sem skipuleggja sig sín á milli til að aðstoða hvert annað við að lyfta hlutum sem eru þyngri en hver einstaklingur ræður við að bera.

Ein áskorunin sem blasir við maurum jafnt sem mönnum er að finna jafnvægi milli sameiginlegs átak og einsleitni annars vegar og sveigjanleika og þörfinni á að aðlagast hins vegar.

Dýr sem lifa í hópum, svo sem torfur af fiski eða kindur, hafa þróað með sér eiginleikann til að hreyfa sig eins og ein heild. Þetta er það sem gerir maurunum kleift að toga saman frekar en í sundur, segir Feinerman.

Wikipedia
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert