Gallinn sýnir veikleika Android

Framleiðendur virðast tregir til að senda uppfærslur á Android stýrikerfinu …
Framleiðendur virðast tregir til að senda uppfærslur á Android stýrikerfinu í snjalltæki sín. AFP

Milljónir Android síma eru nú berskjaldaðir fyrir meinfýsnum einstaklingum, sem falið geta kóða í MMS-skilaboðum til símnotenda og þannig fengið aðgang að gögnum og forritum símans án aðkomu notandans.

Vandinn þykir til marks um það sem margir hafa áður varað við varðandi stýrikerfið, að framleiðanda þess, Google, skorti skilvirkar leiðir til að lagfæra öryggisgalla.

Þegar öryggisgallar eru uppgötvaðir í Windows stýrikerfi Microsoft eða í iOS og OSX kerfunum frá Apple, er hægur vandi fyrir fyrirtækin að uppfæra stýrikerfin til að girða fyrir að óprúttnir aðilar geti notfært sér gallann.

Google getur ekki gert slíkt hið sama, segir Gunnlaugur Reynisson einn umsjónarmanna tæknivefsins Simon.is í samtali við mbl.is.

„Google sendir uppfærslurnar til framleiðenda snjalltækjanna þar sem þeir fá tækifæri til að aðlaga þær sínum tækjum og bæta við sínum eigin forritum og aukamöguleikum. Framleiðendurnir eru þannig þeir einu sem geta sent uppfærslur til notenda tækja úr þeirra framleiðslu.“

Hann segir framleiðendur oft trega til þessa, enda séu þeir uppteknir við að hanna næstu kynslóð síma og mega því ekki missa dýrmæta forritunarvinnu í að laga tæki sem þegar eru komin út.

Eftir sitja notendur Android tækja sem geta ómögulega nýtt sér þær leiðir sem eru taldar best fallnar til að hámarka öryggi snjallsíma, það er að uppfæra tækin reglulega. Að minnsta kosti ef marka má sérfræðinga sjálfs Google, sem í síðustu viku gáfu út skýrslu þar sem fram kom að öryggisuppfærslur væru mikilvægastar í þessu sambandi.

Joshua Drake heitir sá sem fann gallann í stýrikerfinu en hann segist reikna með að ekki nema 20-50% Android snjalltækja muni fá að njóta uppfærslunnar sem Google sendi út til að bregðast við tilvikinu, að sögn tæknivefs MIT.

Búist er við að ekki nema 20-50% snjalltækja muni fá …
Búist er við að ekki nema 20-50% snjalltækja muni fá öryggisuppfærslu í kjölfar gallans. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert