Nýr leikur frá CCP

Skjáskot úr Gunjack leiknum.
Skjáskot úr Gunjack leiknum. Mynd/CCP

Íslenska tölvuleikjafyrirtækið CCP kynnti í dag útgáfu á nýjum tölvuleik sem á að koma út á næstunni. Leikurinn mun gerast í EVE heiminum, eins og aðrir tölvuleikir fyrirtækisins. Hann verður gefinn út fyrir Samsung Gear VR tæknina, en það er sýndarveruleikabúnaður þar sem hægt er að nota Samsung síma og sérstakan búnað til að upplifa sýndarveruleika.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að leikurinn muni heita Gunjack, en haft er eftir Hilmari Veigari Péturssyni, forstjóra CCP, að með þessum leik séu þeir að fjárfesta á skynsamlegan hátt í nýrri tækni þannig að þeir geti lært snemma hvað gengur upp og hvað ekki í þessum nýja tækniheimi.

Í leiknum er spilarinn stjórnandi í varnarturni með fjölbreytt vopnabúr. Leikurinn er hannaður í Unreal Engine 4 leikjavélinni og lofar CCP því að um sé að ræða hraðan spennuleik þar sem fólk geti dýft sér í æðislega fallegt víðmyndaumhverfi sem sýndarveruleikinn bjóði upp á.

Gunjack verður fyrst sýndur núna á Gamescom í Köln í Þýskalandi sem fer fram í vikunni. Verður leiknum ýtt úr vör við það tækifæri.

CCP hefur lengi verið með í þróun leikinn EVE Valkyrie, en hann er einnig byggður upp í sýndarveruleikaumhverfi.

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/JF2aruO5jAY" width="560"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert