„Viagra fyrir konur“ loks orðið löglegt

Nú er að koma á markað lyf sem nefnist Viagra …
Nú er að koma á markað lyf sem nefnist Viagra fyrir konur. Mynd/Wiki

Bandaríska lyfja- og matvælaeftirlitið samþykkti í dag að leyfa sölu á lyfinu flibanserin. Lyfið, sem oft hefur verið kallað Viagra fyrir konur, á að auka kynhvöt kvenna.

Sjá frétt mbl.is: Vilja leyfa Viagra fyrir konur

Er þar með langri þróunarsögu lyfsins lokið því meira en 50 ár eru liðin frá því að fyrirtæki reyndi fyrst að fá að selja lyf sem auka átti kynhvöt kvenna, en leyfið fékkst ekki. Saga lyfsins er rakin ítarlega á vef Washington Post. Árið 1952 var getuleysi og lág kynhvöt karla og kvenna fyrst skilgreind sem sjúkdómur af bandarískum læknayfirvöldum. Þá var talið að um andlegan sjúkdóm væri að ræða. Fljótlega eftir það samþykkti lyfjaeftirlitið hormónameðferð fyrir karla en lyfið Viagra hefur verið á markaði frá árinu 1996 þegar einkaleyfi fékkst fyrir því í Bandaríkjunum.

Fyrr á þessu ári samþykkti vísindaráð lyfja- og matvælaeftirlitsins að leyfa sölu á flibanserin ef fyrirtækið gerði áætlun yfir hvernig ætti að minnka skaðlegu áhrif lyfsins. Nú hefur sú áætlun verið gerð og lyfið getur því komið á markað. 

Er það framleiðandinn 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert