Instagram út úr boxinu

Ferningurinn hefur ráðið ríkjum hjá Instagram frá upphafi en einræði …
Ferningurinn hefur ráðið ríkjum hjá Instagram frá upphafi en einræði hans hefur nú verið hnekkt. AFP

Notendur ljósmyndasíðunnar og forritsins Instagram geta nú loksins hugsað út fyrir kassann. Fram að þessu hafa þeir þurft að sníða myndir sínar í ferning sem hefur verið sjálfgefið og óhagganlegt snið smáforritsins en frá og með gærdeginum geta þeir valið portrett- eða landslagssnið.

„Ferningssniðið hefur alltaf verið og verður alltaf hluti af því sem við erum. Að því sögðu ætti sú myndræna saga sem þú ert að reyna að segja alltaf að vera í fyrsta sæti og við viljum gera það skemmtilegt og einfalt fyrir þig að deila augnablikum á þann hátt sem þú kýst,“ segir í tilkynningu frá Instagram.

Fyrirtækið, sem er í eigu Facebook, segir að breytingin sé til komin vegna óska notenda sem vildu meiri sveigjanleika í forritinu. Þeir hafa til dæmis ekki getað komið mynd af heilum vinahópi og háhýsum fyrir í knöppu sniði ferningsins.

Bandaríska geimvísindastofnunin NASA reið á vaðið og birti mynd af jörðinni sem ferningssniðið hafði áður komið í veg fyrir að hægt væri að njóta í allri sinni dýrð.

<div> <div></div> </div>

<a href="https://instagram.com/p/65e1dmoaM6/" target="_top">With the ability to now send vertical images, we want to show you the world. Here's a look at the Earth from the International Space Station (@ISS) shared by European Astronaut Samantha Cristoforetti. When she shared this view from orbit 250 miles up, she wished everyone "Good night from space" in English &amp; Italian on May 14, 2015. Image credit: NASA/ESA #nasa #space #spacestation #internationalspacestation #earth #spaceviews #astronaut #bluemarble #planet #thinkoutsidethesquare</a>

A photo posted by NASA (@nasa) on Aug 27, 2015 at 12:14pm PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert