Milljarður á Facebook á mánudag

/FILES
/FILES AFP

Yfir einn milljarður jarðarbúa fór inn á Facebook á mánudaginn og er þetta í fyrsta skipti sem slíkur fjöldi fer inn á samskiptavefinn á einum degi, að sögn stofnanda fyrirtækisins Mark Zuckerberg.

„Þessi tímamót urðu á mánudag þegar einn af hverjum sjö jarðarbúum notaði Facebook til þess að tengajst vinum og ættingjum,“ skrifar Zuckerberg í færslu á Facebook.

Alls eru tæplega einn og hálfur milljarður með aðgang að Facebook og notar vefinn að minnsta kosti einu sinni í mánuði en aldrei áður hafa jafn margir farið inn á Facebook á einum degi áður. Notendur Facebook náðu einum milljarði í október 2012.

Zuckerberg stofnaði Facebook árið 2004 er hann var nemandi við Harvard. Nú 11 árum síðar er hann sannfærður um að Facebook haldi áfram að vaxa og þessi tímamót nú séu aðeins upphafið að því að tengja allan heiminn saman.

BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert