Yfirvigt flýtir fyrir Alzheimer

Leikarinn Omar Sharif er einn þeirra fjölmörgu sem hafa glímt …
Leikarinn Omar Sharif er einn þeirra fjölmörgu sem hafa glímt við Alzheimer AFP

Það að vera í yfirvigt um fimmtugt getur flýtt fyrir virkni Alzheimer sjúkdómsins. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar sem fjallað er um í læknaritinu Molecular Psychiatry í dag.

Samkvæmt rannsókninni þá bendir allt til þess að þeir sem eru með hærri líkamsþyngdarstuðul (BMI) á miðjum aldri séu líklegri til þess að veikjast fyrr af Alzheimer heilabilunarsjúkdómnum. Þeir sem eru í kjörþyngd eiga síður á hættu að veikjast ungir af sjúkdómnum sem yfirleitt herjar á fólk á efri árum.

Í rannsókninni var stuðst við gögn um BMI stuðul rúmlega 1300 Bandaríkjamanna sem fylgst var með í 14 ár að meðaltali. Af þeim fengu 142 Alzheimer og var meðalaldur þeirra við greiningu 83 ár. 

Talið er að um 50 milljónir jarðarbúa þjáist af heilabilun og greinast um 7,7 milljónir árlega. Af heilabilunarsjúkdómum er Alzheimer sá algengasti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert