Yfir þrjú þúsund milljarðar trjáa

AFP

Trén í heiminum eru orðin fleiri en þrjú þúsund milljarðar og er þetta átta sinnum fleiri tré en bjartsýnustu spár hljóðuðu upp á. 

Þetta kemur fram í nýrri rannsókn Thomas Crowther hjá Yale háskóla og starfsbræðrum hans sem unnu rannsóknina út frá gervihnattamyndum. En þrátt fyrir að trén séu fleiri en áður var talið þá breytir það ekki öllu, segir Crowther í samtali við BBC. 

Það sé ekki eins og hópurinn hafi fundið farma af nýjum trjám og um leið ekki farma af kolefnum. „Þetta eru því hvorki góðar né slæmar fréttir að við höfum fengið út þessa tölu,“ segir hann í viðtalinu.

BBC

Skógareldar ógna mörgum skógum heims á hverju ári.
Skógareldar ógna mörgum skógum heims á hverju ári. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert