Myndir frá Íslandi fyrirferðamiklar hjá Apple

Apple notaði fjölda mynda frá Íslandi til að vekja athygli á gæðum myndavéla iPhone 6s, sem fyrirtækið kynnti í dag. iPhone 6 er með 8 megapixla myndavél en nýi síminn iPhone 6s, verður með 12 megapixla myndavél. Hér má sjá myndir sem notaðar voru í kynningunni í dag, sem eru að sögn talsmanns Apple óunnar.

Auk þess kynnti Apple nýjan búnað í símanum, þar sem notandinn getur þrýst á mynd á símanum til að sjá nokkrar sekúndur áður og eftir að myndin var tekin þannig að útkoman verði eins og örstutt myndband.

Frétt mbl.is: Apple kynnir iPhone 6s og iPhone 6s Plus

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert