Hefur dvalið 879 daga í geimnum

Rússneski geimfarinn Gennady Padalka snéri í dagi aftur til jarðar frá Alþjóðlegu geimstöðinni ISS ásamt tveimur öðrum geimförum. Padalka snéri aftur til jarðar eftir að hafa sett heimsmet, en hann hefur dvalið lengst allra manna í geimnum, samtals 879 daga. Dvölin var þó ekki samfelld, heldur hafa dagarnir safnast upp síðan 1998.

Fyrra metið átti samlandi hans Sergei Krikalev, en það met var 803 dagar, níu klukkutímar og 41 mínúta. Padalka var þó ekki einn á ferð, því með honum í för voru Kasakinn Aidyn Aimbetov og danski geimfarinn Andreas Mogensen.

Padalka fór til ISS þann 27. mars á þessu ári þegar honum, Bandaríkjamanninum Scott Kelly og samlanda Padalka, Sergei Krikalev, var skotið á loft frá Baikonur.

„Ég hef það gott,“ sagði Padalka við fjölmiðla þar sem hann sat og drakk te og nartaði í epli, umkringdur rússneskum embættismönnum. Padalka hefur samtals farið fjórum sinnum til ISS, en fyrsta geimferð hans var til rússnesku geimstöðvarinnar Mír árið 1998.

Gennady Padalka í bláum galla á milli ferðafélaga sinna.
Gennady Padalka í bláum galla á milli ferðafélaga sinna. AFP
Danski geimfarinn Andreas Mogensen.
Danski geimfarinn Andreas Mogensen. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert