Næstu 2 ár verða þau heitustu

El Nino hefur áhrif á hlýnun sjávar í Kyrrahafi og …
El Nino hefur áhrif á hlýnun sjávar í Kyrrahafi og svo um allan heim. AFP

Næstu tvö ár gætu orðið þau hlýjustu frá upphafi mælinga, að sögn vísindamanna á bresku veðurstofunni. Vísindamennirnir vara við því að miklar breytingar á veðurfari gætu verið í kortunum. Skýringin er m.a. sú að gróðurhúsalofttegundir muni hafa áhrif á náttúrulegar sveiflur í veðri. 

Í frétt BBC segir að rannsóknir sýni að áhrif veðurfyrirbrigðis, El Nino, í Kyrrahafi geti orsakað hlýnun um allan heim. En rannsóknin sýnir ennfremur að sumarhiti í Evrópulöndum geti orðið minni tímabundið á meðan aðrir hlýnun verður í öðrum heimshlutum. 

Vísindamennirnir segja að allt stefni í að árið 2015 verði það hlýjasta frá því að mælingar hófust. 

„Við vitum að náttúrulegar sveiflur hafa áhrif á hitastig jarðar á hverju ári en sá mikli hiti sem mælst hefur það sem af er ári gefur vísbendingu um áhrif gróðurhúsalofttegunda,“ segir Stephen Belcher, forstjóri bresku veðurstofunnar.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert