Leysigeisla á orrustuþotur fyrir 2020

Ómönnuðu Predator-vélarnar gætu verið útbúnar leysigeislum á næstu árum.
Ómönnuðu Predator-vélarnar gætu verið útbúnar leysigeislum á næstu árum. AFP

Í náinni framtíð gætu orrustuþotur beitt leysigeislum í baráttu við ógnir í háloftunum. „Ég tel að við munum geta fest leysigeisla utan á orrustuþotur mjög bráðlega,“ sagði Hawk Carlisle, hershöfðingi í flugher Bandaríkjanna, á flugráðstefnu í vikunni. „Sá dagur er mun nær okkur en ég held að fólk gruni.“

Kraftlítil leysigeislavopn voru til sýnis á ráðstefnunni, þar á meðal kerfi frá General Atomics sem hægt væri að festa á ómönnuð vélfygli eins og Predator og Reaper vélarnar, sem eru í þjónustu flughersins.

Flugherinn er hins vegar í leit að nokkurs konar leysigeislafallbyssu fyrir orrustuþotur, kraftmiklu kerfi sem hægt væri að festa við þotur og önnur mönnuð loftför á næstu fimm árum, fyrir árið 2020, samkvæmt upplýsingum frá hernum.

Svokölluð stýrð og orkudrifin vopn væri hægt að nýta til að eyðileggja aðdrífandi eldflaugar, vélfygli og jafnvel aðrar orrustuþotur með miklu lægri kostnaði fyrir hvert skot heldur en eldflaugar og vélbyssur gefa kost á, sagði Carlisle.

Umfjöllun ArsTechnica

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert