Eru sjálfkeyrandi bílar löglegir á Íslandi?

F 015 tilraunabíllinn frá Mercedes er hannaður út frá sjálfkeyrandi …
F 015 tilraunabíllinn frá Mercedes er hannaður út frá sjálfkeyrandi eiginleikum. AFP

Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, beindi í dag fyrirspurn til innanríkisráðherra varðandi sjálfkeyrandi bíla. Helgi vill fá svör við því hvort  einhverjar lagalegar hindranir standi í vegi fyrir því að hægt sé að notast við sjálfkeyrandi bíla á Íslandi, og hvort stefnumörkun farið fram á vegum ráðuneytisins varðandi sjálfkeyrandi bíla.

Fyrirspurn Helga Hjörvar

Helgi Hjörvar segir í samtali við mbl.is að sjálfkeyrandi bílar hafi lengi vakið áhuga hans. „Það tengist því að hluta til vegna þess að við segjum að það eina sem blindir geta ekki gert er að keyra bíl,“ segir Helgi. „Það verður því mikið framfaraskref fyrir okkur þegar þessi tækni kemur inn.“

Frétt mbl.is: „Hálfsjálfkeyrandi“ Benz á Íslandi

Hann segir einnig að allt frá því að hann var forseti borgarstjórnar hafi skipulagsmál vakið áhuga hans, sérstaklega borgarskipulag.

„Ég held að menn séu enn ekki búnir að átta sig nándar nærri nógu vel á þeim áhrifum sem þessar tæknibreytingar munu hafa á allt borgarskipulag og hvernig við hegðum okkur í borginni, hvað við þurfum mikið pláss fyrir umferð og bílastæði og hvaða áhrif þetta hefur á almenningssamgöngur,“ segir Helgi Hjörvar. 

Ýmsar kannanir benda til að með tilkomu sjálfkeyrandi bíla minnki þörf fyrir bílastæði til muna, sérstaklega ef bílarnir verða nokkurskonar skyndibílar, þar sem fleiri en einn notandi sem hafa engin kynni hverjir við aðra geti notað sama bílinn, sem keyri farþega sjálfur á áfangastað áður en hann fer og sækir næsta farþega. Skyndibíl má því kalla millistig milli einkabíls og almenningssamgangna.

Frétt mbl.is: Sjálfkeyrandi bílar útbreiddir eftir 5-10 ár

„Svo er mjög áhugavert fyrir mann að spekúlera hvaða áhrif þetta hefur á umferðaröryggi. Við sættum okkur við skelfilega mikið af bæði banaslysum og öðrum hræðilegum slysum í umferðinni. Manni finnst erfitt að sjá fyrir sér að það muni hverfa, en samt er það þannig að árið 2008 varð ekkert banaslys á sjó. Einhverntíma hefði þurft að segja fólki það tvisvar,“ segir Helgi Hjörvar. Hann segist því búast við að sjálfkeyrandi bílar gætu fækkað umferðarslysum til muna, því flest umferðarslys verði vegna mistaka ökumanns.

„Jafnvel þó að sjálfkeyrandi bílar taki ekki alveg yfir þá er gott ef ökumaðurinn gæti haft stuðning af ýmsum kerfum. Það gæti varnað árekstrum og haft mikil áhrif. Við mannfólkið erum breysk og gerum fullt af mistökum.“

Frétt mbl.is: Benz verði ekki hestvagnaframleiðandi

Þessi þróun gæti að mati Helga líka haft mikil áhrif á atvinnuþróun. „Mér detta í hug flutningar, verslun og fleira í þeim dúr. Það er svo margt spennandi og skemmtilegt við þessa þróun og hún kann að vera nær í tíma en margir halda. 100 bílar frá Google komu í notkun í þremur ríkjum Bandaríkjanna í fyrra. Þó svo það sé takmarkað þá er það samt farið af stað,“ segir Helgi.

Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Dr. Ralf G. Herrtwich á ráðstefnu Advania. Herrtwich stýrir þróun …
Dr. Ralf G. Herrtwich á ráðstefnu Advania. Herrtwich stýrir þróun sjálfkeyrandi bíla hjá Mercedes-Benz. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert