Á að leyfa skógum að brenna?

Skógareldar eru ekki óalgengt fyrirbæri í Bandaríkjunum. Undanfarin hefur skógareldum fækkað en það svæði sem brennur er oft stærra. 

Ástæðan er sögð vera að eftir alvarlega skógarelda í Bandaríkjunum undir lok 19. aldar og í upphafi þeirrar 20. hafi verið tekin sú stefna að koma í veg fyrir skógarelda með öllum tiltækum ráðum og slökkva þá sem kvikna í snatri.

Það hafi hins vegar leitt af sér mun þykkari og þurrari skóga sem fuðra hreinlega upp þegar skógareldar á annað borð verða, sem geri það að verkum að mun stærra svæði brenni en ella. Þess vegna hafi í síðari tíð verið barist fyrir því að grisja skóga mun meira en áður var gert, og jafnvel kveikja skógarelda viljandi til að koma í veg fyrir að skógar verði kjörlendi fyrir skógarelda síðar meir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert