Kortlögðu áhrif æfingar á vöðva

Manny Pacquiao undirgengst læknisrannsókn. Myndin tengist efni greinarinnar ekki beint.
Manny Pacquiao undirgengst læknisrannsókn. Myndin tengist efni greinarinnar ekki beint. AFP

Vísindamenn við háskóla í Sydney og Kaupmannahöfn hafa kortlagt rúmlega þúsund efnaskipti sem verða í vöðvum fólks við líkamlega áreynslu. Margar þeirra hafa ekki verið tengdar við æfingar áður.

Í rannsókninni voru vöðvasýni úr fjórum heilbrigðum karlmönnum greind eftir tíu mínútna ákafa æfingu. Flest þeirra efnaskipta sem fundust höfðu ekki verið tengd áreynslu áður.

Haft er eftir einum meðhöfundi rannsóknarinnar, Nolan Hoffman, að æfingar setji af stað afar flókin og keðjuverkandi áhrif í líkamanum sem leiki lykilhlutverk í að stjórna efnaskiptum og insúlínnæmi líkamans. Vísindamenn hafi lengi grunað að æfingar hefðu flókin áhrif á vöðvavefi fólks en nú hafi verið kortlagt nákvæmlega hver þau eru.

Nú geti vísindamenn nýtt þessa þekkingu til þess að þróa lyf sem gætu veitt sömu jákvæðu áhrif og æfingar gera. Þau muni þurfa að virkja margar sameindir og boðskiptaleiðir  samtímis til þess að ná árangri en David James, sem leiddi rannsóknina, segist telja að hér sé um að ræða lykilinn að því að ná árangri í slíkri þróun. Þekkt er að líkamsrækt er afar öflug meðferð gegn mörgum kvillum en margir sjúklingar geta eða vilja ekki stundað hana sem skildi.

Af vef Háskólans í Sydney

Greinin í Cell Metabolism (krefst aðgangs)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert