Duft spornar gegn djúpum blæðingum

Vísindamenn við Háskólann í Bresku Kólumbíu í Kanada hafa hannað duft sem gefur frá sér gas, koltvísýring líkt og sýrustillandi magatöflur, og getur knúið sig áfram gegn blóðflæði frá sárum og komið þannig storknunarefnum djúpt inn í líkamann. Í rannsóknum á dýrum og í líkönum hefur þessi aðferð gagnast vel til þess að bregðast við innvortis blæðingum s.s. í magaholi og í legi.

Duftið er helst hugsað til þess að bregðast við legblæðingum eftir barnsburð. Þó að fjölmargar aðferðir séu til sem geti stöðvað blæðingar þá nýtast þær illa við innvortis blæðingum þar sem illa gengur að komast að sárinu. Legblæðingar eru taldar koma fyrir í allt að 2% fæðinga þar sem lítill viðbúnaður er fyrir hendi.

Þegar duftið kemst á leiðarenda gefur það frá sér öreindir sem bindast við storknunarefni í blóðinu sem hjálpar við að stöðva blæðingu.

Meðfylgjandi er viðtal við Christian Kastrup, einn rannsakendanna.

Grein um aðferðina á phys.org

Greinin í heild á vef Science Advances

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert