Reykingar eru slæmar fyrir húðina

Sumir láta sér ekki nægja að vita af tengslum reykinga við krabbamein og finnst það ekki næg hvatning til að hætta, ekki síst ungu fólki. Þetta sama fólk tekur ef til vill nær sér að reykingar eru mjög slæmar fyrir húðina. Já, það þarf ekki mörg ár þangað til það sést utan á þér að þú reykir.

Telegraph fékk Bresku húðsamtökin til að telja upp nokkra ókosti þess að reykja fyrir húðina.

„Húðin, rétt eins og önnur líffæri í líkamanum getur skemmst vegna reykinga. Ef þú vilt eldast vel og koma í veg fyrir að ýmis húðvandamál verði verri, er best að reykja ekki. Ef þú reykir, íhugaðu vandlega að hætta ef þú vilt að húð þín líti út fyrir að vera heilbrigð og sé í góðu standi,“ sagði húðlæknirinn Anjali Mahto, talsmaður samtakanna.

Hún útskýrir að reykingar flýti fyrir öldrun húðarinnar með því að framleiða ensím og minnka súrefni sem hvorttveggja minnkar teygjanleika húðarinnar. Margar hrukkur í kringum munn eru þekkt einkenni reykingafólks.

Til viðbótar geta reykingar valdið því að sár séu lengur að gróa, svo eitthvað sé nefnt.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert