Trúin mótar almennt ekki viðhorf til vísinda

Svarendur í könnuninni töldu einnig að átök væru á milli …
Svarendur í könnuninni töldu einnig að átök væru á milli trúar og vísinda en mun færri töldu eigin trú stangast á við vísindin. mbl.is/Kristinn

Viðhorf Bandaríkjamanna til vísindalegra málefna eins og loftslagsmálefna, erfðabreyttra matvæla og geimkönnunar stjórnast frekar að stjórnmálaskoðunum, kynþætti og öðrum þáttum frekar en trú þeirra, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Tvær undantekningar eru þó þar á: þróun manna og upphaf alheimsins.

Fyrri rannsóknir hafa bent til þess að nokkur fylgni sé á milli trúhneigðar fólks og afstöðu þess til loftslagsbreytinga á þann hátt að þeir sem voru trúaðir voru líklegri til að hafa minni áhyggjur af loftslagsmálum en aðrir. Rannsókn Pew-rannsóknamiðstöðvarinnar sýnir hins vegar að almennt séð hafa aðrir þættir meiri áhrif á skoðanir Bandaríkjamanna á vísindum.

Niðurstaða Pew er að afstaðan til málefna eins og loftslagsbreytinga hafi mikið með stjórnmálaskoðanir fólks að gera og þar virðist trúræknin ekki hafa sérstök áhrif, að því er kemur fram í frétt Washington Post.

„Fólk býst við því að sjá meiri mun á milli trúarhópa um þessi vísindamálefni. Kannski eru ekki eins mörg svið þar sem það er mikill munur eftir trú fólks eins og við gerum ráð fyrir,“ segir Cary Funk, aðstoðarforstöðumaður rannsóknarinnar.

Munurinn reyndist hins vegar til staðar þegar fólk var spurt út í þróun mannsins og upphaf alheimsins. Þannig trúðu um 40% af þeim sem sækja trúarsamkomur vikulega því ekki að mannkynið hefði þróast yfir lengri tíma á móti 98% vísindamanna sem Pew spurði sömu spurningar í fyrra.

Þá trúðu 60% þeirra sem ekki töldu sig tilheyra trúarhópum að alheimurinn hefði orðið til í Miklahvelli en 69% hvítra evangelískra kristinna og 62% kaþólskra af rómönskum ættum töldu vísindamenn ekki á einu máli um upphaf alheimsins. 

Frétt Washington Post

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert