Auglýsa eftir geimförum

Sjálfsmynd geimfarans Scott Kelly í geimgöngu hans í síðustu viku.
Sjálfsmynd geimfarans Scott Kelly í geimgöngu hans í síðustu viku. AFP

Þá sem alltaf hefur dreymt um að spranga um í geimnum ættu að fægja rykið af ferilskránni sinni, bandaríska geimvísindastofnunin NASA auglýsti nefnilega eftir geimförum í dag. Verðandi geimfarar þurfa að hafa gráðu í raunvísindum, starfreynslu á sviði þeirra og standast líkamlegt próf NASA.

Auglýsingin er eftir geimförum sem gætu flogið með geimflaugum einkaaðila eða Orion-geimferjunni sem NASA þróar um þessar mundir. Dvínað hefur í hópi bandarískra geimfara eftir að Bandaríkin hættu að senda menn út í geiminn með eigin ferjum. Nú eru aðeins 47 geimfarar eftir á bókum NASA. Árið 2000, á hátindi geimferjuferðanna, voru þeir 149.

Byrjað verður að taka við umsóknum 14. desember en umsóknarfrestinum lýkur um miðjan febrúar. Tilkynnt verður um nýju geimfarana árið 2017. Íslendingar verða þó að bíða enn um sinn eftir að láta draum sinn um að yfirgefa jörðina rætast því aðeins bandarískir ríkisborgarar geta sótt um.

Umsækjendur verða að hafa háskólagráðu í verkfræði, líffræði, eðlisfræði eða stærðfræði auk þriggja ára starfsreynslu sem tengist greinunum. Að öðrum kosti þurfa verðandi geimfarar að hafa að minnsta kosti 1.000 klukkustundir á bakinu sem þotuflugmenn. Umsækjendurnir verða einnig að standast líkamleg próf NASA sem miðast við lengri geimferðir.

Hægt er að sækja um á vefsíðunni www.usajobs.gov.

mbl.is

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

PÚSTKERFI Á HAGSTÆÐU VERÐI
Eigum fyrirlyggjandi PÚSTKERFI í flestar tegundir bifreiða. Einnig STÝRISLIÐI ...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá: http://www.sogem-stairs.com/stairs/ladders/cottage Sími 848 3215 www.byggi...
 
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...