Hrollkaldur hnöttur á jaðri sólkerfisins

Teikning af Oortskýinu.
Teikning af Oortskýinu. Af Stjörnufræðivefnum

Dvergreikistjarnan Eris er ekki lengur fjarlægasta fyrirbærið sem fundist hefur í sólkerfinu. Vísindamenn hafa nú komið auga á lítinn hnött sem er þrisvar sinnum fjær sólinni en Plútó. Aðeins tvö önnur fyrirbæri eru þekkt í þessum hluta sólkerfisins. Það fannst með Subaru-sjónaukanum á Havaí í október.

Hnötturinn gengur undir bráðabirgðanafninu V774104 og er svonefnt útstirni, einn fjölda íshnatta sem er að finna í sólkerfinu utan brautar Neptúnusar. Talið er að hann sé um 800 kílómetrar að þvermáli og í 15,5 milljarða kílómetra fjarlægð frá sólinni. Það er um 103 sinnum lengra en fjarlægðin á milli sólarinnar og jarðar, að því er kemur fram í frétt á Stjörnufræðivefnum. Þegar Eris fannst var hún um 90 sinnum lengra frá sólinni en jörðin.

„Við vitum ekkert um braut fyrirbærisins, aðeins að um er að ræða fjarlægasta fyrirbæri sem fundist hefur í sólkerfinu,“ segir Scott Shepard, stjörnufræðingur við Carnegie stofnunina í Washington DC í Bandaríkjunum, sem tilkynnti um uppgötvun fyrirbærisins 10. nóvember á fundi reikistjörnufræðinga í bandaríska stjarnvísindafélaginu sem fram fer í Maryland.

Varðveitir aðstæður frá mótun sólkerfisins

Fyrirbærið er í innri hluta Oortskýsins handan Kuiperbeltisins en aðeins tvö önnur fyrirbæri eru þekkt úr þeim ranni sólkerfisins, Sedna sem fannst árið 2003 og 2012 VP113 sem fannst árið 2002. Hnettir í þessum hluta sólkerfisins hafa haldist ósnortnir í milljarða ára. 

Hnettir í innri hluta Oortsskýsins þykja áhugaverðari því þeir eru of langt í burtu til þess að þyngdarkraftur Neptúnusar geti haft áhrif á brautir þeirra. Að sama skapi eru þeir of nálægt sólinni til þess að stjörnur sem eiga leið hjá sólkerfinu okkar geti haft áhrif á þá. Í dag geta stjörnufræðingar ekki útskýrt brautir þessara hnatta. Ein skýringin á sérkennilegum brautum þeirra er sú, að stór reikistjarna, sem ekki hefur fundist enn, stýri brautunum.

Líklegri skýring er sú að innra Oortsskýið varðveiti aðstæðurnar sem ríktu þegar sólkerfið okkar var í mótun, þegar sólin og reikistjörnurnar urðu til í þéttri stjörnuþyrpingu. Hnettir í Oortsskýinu gætu því endurspeglað aðstæðurnar sem ríktu í sólkerfinu þegar það myndaðist fyrir tæplega 4,6 milljörðum ára.

Frétt á Stjörnufræðivefnum

mbl.is
NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEITIR STEINAR OG OLIA- STURTA OG HANDKLÆÐI Á STAÐNUM NUDD GEFUR SLÖKUN OG...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar gerðir, oftast afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Sími 848 3215...
PÚSTKERFI Á HAGSTÆÐU VERÐI
Eigum fyrirlyggjandi PÚSTKERFI í flestar tegundir bifreiða. Einnig STÝRISLIÐI ...
Nýr og ónotaður Infrarauður Saunaklefi á 234.000
- hiti 30-65 C - 2manna klefi - Interior Wood: Hemlock - Exterior Wood: Hemlo...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L helgafell 6017112219 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017112219 HogV IV/V M...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
L edda 6017112119 i h&v
Félagsstarf
? EDDA 6017112119 I H&V; Mynd af augl...