Aldarafmæli afstæðiskenningar

Albert Einstein þróaði almennu afstæðiskenninguna sem er ein af undirstöðum …
Albert Einstein þróaði almennu afstæðiskenninguna sem er ein af undirstöðum nútímaeðlisfræði.

Fyrir hundrað árum, hinn 25. nóvember árið 1915, birti Albert Einstein grundvallarjöfnur almennu afstæðiskenningarinnar, sem síðan hafa gengið undir nafninu sviðsjöfnur Einsteins. Aldarafmælis þessa merka viðburðar er nú minnst með ýmsum hætti víða um heim. Opnuð hefur verið íslensk vefsíða.

Í tilefni af afmælinu hefur þannig verið opnaður nýr íslenskur vefur um sviðsjöfnurnar og kenningar Einsteins.

Jafnframt er haldið uppi á afmælið á Íslandi með útgáfu nýrrar íslenskrar bókar um fimm ritgerðir Einteins frá árinu 1905, ári kraftaverkanna á hans vísindaferli sem svo er nefnt. Meðal ritgerðanna fimm er grein um takmörkuðu afstæðiskenninguna. Bókin heitir Einstein: Eindir og afstæði - Tímamótagreinar Einsteins frá 1905. Þorsteinn Vilhjálmsson er ritstjóri og þýðandi bókarinnar en hann ritstýrði Vísindavefnum frá stofnun hans 2000 og þar til árið 2010.

Næstu tíu árin vann Einstein að þróun kenningarinnar og eftir mikið erfiði varð almenna afstæðiskenningin til síðla árs 1915.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert