Bráðnunin hraðari en talið var

Heimdal jökull á Suður-Grænlandi.
Heimdal jökull á Suður-Grænlandi. AFP

Nýjar rannsóknir benda til þess að mun minna harðfenni verður að ís á Grænlandi en áður var talið. Líkt og komið hefur fram þá hefur hækkun hitastigs í heiminum að öllum líkindum áhrif á íshelluna á Grænlandi og um leið hækkun yfirborðs sjávar. En nú virðist sem áhrifin séu enn meiri og alvarlegri en áður var talið.

Í grein Washington Post sem birtist í gær kemur fram að þjappaður snjór, harðfenni, sem verður að ís með tíð og tíma á Grænlandsjökli, sé mun minni en áður var. Það er að minna vatn, sem verður að ís, safnast saman en áður og því endi mun meira ferskvatn út í sjónum en fyrri rannsóknir bentu til. 

NASA áætlar að á síðustu öld hafi yfir 9 milljón milljónir tonna af ís bráðnað í Grænlandi. Á hverju ári minnki íshellan um 287 milljón tonn og fari á haf út. Bæði er um bráðnum að ræða og eins að stærri jakar brotna í smærri einingar.

Gerð er grein fyrir nýrri rannsókn á þessu sviði í nýjasta tímariti Nature Climate Change en þar sjónum einkum beint að harðfenninu sem breytist í í jökul með tíð og tíma. Harðfennið hefur gegnt mikilvægu hlutverki í að geyma umfram vatn sem seytlar niður í snjóalögin og verður að jökli síðar meir. Þannig hafi verið hægt að koma í veg fyrir að yfirborð sjávar hækkaði enn meira. 

Nýja rannsóknin byggir á gögnum sem hefur verið safnað saman á hjarni í vesturhluta Grænlands frá árinu 2009 til ársins 2015. Tilgangurinn með rannsókninni var að kanna hvaða áhrif hlý sumur hefðu á bráðnun íss, einkum og sér í lagi á árunum 2010 og 2012.

Greinin í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Stórkostlegar Nuddoliur komnar tilboð 2000 kr flaskan, 6 mismunandi tegundir
Stórkostlegar Nuddoliur komnar tilboð 2000 kr flaskan, 6 mismunandi tegundir ...
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
Suzuki Swift GL 4wd 2008
Bíllinn er er mjög góður, ekinn 100 þús, gott lakk, endurnýjuð kúpling. Engin s...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
Fyrirtæki í reykjavík
Önnur störf
Fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir ...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...