Snýr glóperan aftur?

Wikipedia/KMJ

Vísindamenn við MIT-háskólann í Bandaríkjunum eru að þróa nýja tegund glópera sem gætu nýtt orku betur en LED-perur. Sala á hefðbundnum glóperum hefur víða verið bönnuð með þeim rökum að þær eyði of mikilli orku. Meðal annars hefur Evrópusambandið bannað sölu á glóperum. Bannið gildir á öllu Evrópska efnahagssvæðinu (EES) og þ.a.l. hér á landi líka.

Fram kemur á fréttavef breska dagblaðsins Daily Telegraph að 95% orkunnar sem notuð er forgörðum þegar glópera er notuð. Seldar hafa verið í stað þeirra LED perur en 86% orkunnar fer forgörðum við notkun þeirra. Vísindamenn MIT búast hins vegar við að 40% orkunnar sem notuð er nýtist við notkun nýju glóperunnar og aðeins 60% fari því til spillis. Fram kemur í fréttinni að annar kostur við nýju tæknina sé sú að margir sakni birtunnar frá gömlu glóperunum sem hafi til að mynda þótt hlýrri en sú sem LED-perurnar bjóði upp á. Þá yrðu nýju perurnar líklega mun ódýrari í rekstri en LED-perurnar.

Vísindamennirnir hafa sýnt fram á að með því að hægt sé að endurvarpa orkunni sem annars færi forgörðum með því að umlykja þráðinn í glóperunni með sérstöku kristalefni. Ljósið færi eftir sem áður í gegn. Þeir kalla tæknina „endurunnið ljós“ þar sem orkan sem annars nýttist ekki sé endurvarpað í þráðinn í glóperunni til þess að skapa nýtt ljós. Ennfremur segir að litir séu náttúrulegri í ljósi glópera en LED-pera. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert