Ekki hægt að nefna stjörnumerki eftir Bowie

Kápa plötunnar Aladdin Sane. Sagt var að stjörnumerki í líki ...
Kápa plötunnar Aladdin Sane. Sagt var að stjörnumerki í líki eldingarinnar á andliti Bowie yrði kennt við hann. AFP

Í kjölfar andláts tónlistarmannsins Davids Bowie í síðustu viku hefur fólk um allan heim keppst við að votta honum virðingu sína. Fréttir fóru meðal annars á kreik um að stjörnumerki hafi verið nefnt eftir Bowie. Þó að það sé ekki á rökum reist er eitt himintunglanna þegar nefnt eftir tónlistarmanninum.

Það voru belgískir stjörnufræðingar sem áttu að hafa skráð stjörnumerki sem er í laginu eins og eldingin sem Bowie skartaði á andlitinu á kápu plötunnar „Aladdin Sane“. Stjörnumerkið var sagt í „nágrenni við Mars“ á himninum.

Blaðamaður National Geographic bendir hins vegar á að mikils misskilnings gæti í fréttum af þessum heiðursvotti. Þannig er enginn formlegur farvegur til að skipta um nafn á stjörnumerkjum eða gefa nýjum nafn. Öllum stjörnuhimninum hefur þegar verið skipt upp í 88 stjörnumerki sem Alþjóðasamtök stjörnufræðinga viðurkenna.

Stjörnurnar sjö sem mynda það sem á að vera „stjörnumerki“ Bowie er í raun það sem er kallað stjörnusamstæða. Það eru hópar stjarna sem mynda mynstur sem menn þekkja innan stærri hópa stjarna. Þekkt dæmi um stjörnusamstæður eru til dæmis Karlsvagninn í stjörnumerkinu Stóra-birni.

Þá er það misvísandi að segja stjörnusamstæðuna í „grennd við Mars“. Þó að stjörnurnar virðist fastar á himninum vegna þess hversu fjarlægar þær eru þá hreyfast reikistjörnur eins og Mars sjáanlega.

Eitt fyrirbæri á næturhimninum er hins vegar þegar kennt við breska tónlistarmanninn. Smástirni eitt sem gengur á milli brauta Mars og Júpíters heitir formlega 342843 DavidBowie. Það var uppgötvað árið 2008 og hlaut nafnið 5. janúar árið 2015, rétt fyrir 68 ára afmæli Bowie.

Grein National Geographic um fréttir af „stjörnumerki“ Bowie

mbl.is
Jólakort til styrktar langveikum börnum
Bumbuloní Jólakort og Merkimiðar. Allur ágóði rennur til styrktar fjölskyldum l...
Gjafabréf á ljósmyndanámskeið
Hægt er að kaupa gjafabréf á öll námskeið á rafrænu formi hjá ljosmyndari.is ...
Dúskar ekta þvottabjörn og silfurrefur
Er með mikið úrval af dúskum á húfur með smellum. Get sent myndir, fleiri litir ...
Dúskar með smellu Þvottabjörn
Til sölu mjög fallegir dúskar ekta þvottabjarnaskinn eru með smellu verð 1800kr ...
 
Arkitekt/byggingafræðingur
Sérfræðistörf
VIÐ ERUM AÐ RÁÐA! ARKITEKT // BYGGIN...
Félagsastarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Stella bankastræti 3 óskum eftir starf
Afgreiðsla/verslun
Bankastræti 3 Óskum eft...
Tillaga
Tilkynningar
Tillaga að matslýsingu Í samræmi við l...