5G fyrst í Stokkhólmi

AFP

Það verða íbúar Stokkhólms og Tallin í Eistlandi sem fyrstir njóta 5G háhraðanets í farsímum sínum. Það eru TeliaSonera og Ericsson sem munu taka nýju þjónustuna í gagnið 2018.

Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu sem fjarskiptafyrirtækin sendu frá sér í gær. Þar kemur fram að með 5G verði einnig Internet of Things (IoT) eða internet hlutanna fært á annað stig.

Í frétt á mbl.is í nóvember var haft eftir Snæbirni Inga Ing­ólfs­syni, sér­fræðing­i hjá Nýherja, að IoT er samþætt­ing tækja og hug­búnaðar tengd net­inu, sem geta miðlað og greint gögn og upp­lýs­ing­ar. „Slík kerfi hafa það að mark­miði að umbreyta ra­f­ræn­um upp­lýs­ing­um úr vist­kerf­inu svo hægt sé að bæta lífs­gæði, auka skil­virkni, skapa verðmæti og draga úr kostnaði,“ seg­ir Snæ­björn.

Fjarskiptafyrirtækin voru þau fyrstu sem markaðssettu 4G farsímakerfið árið 2009 og þau segja í tilkynningu að þau ætli að vera í fararbroddi með 5G tæknina.

Fréttatilkynningin í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert