Þurfa betri próf fyrir Zika-vírus

Yfirvöld í Brasilíu hafa m.a. brugðist við Zika vírusnum með ...
Yfirvöld í Brasilíu hafa m.a. brugðist við Zika vírusnum með því að ráðast gegn moskítóflugunni sem ber hana með sér í fólk. AFP

Rannsóknastofur keppast nú við að þróa ný próf sem geta staðfest Zika-vírussýkingu í fólki með einfaldari hætti en nú er mögulegt. Aðeins er hægt að staðfesta smit með erfðaefnarannsóknum í vel búnum rannsóknastofum enn sem komið er.

Skorturinn á áreiðanlegum prófum sem hægt er að beita á almennum heilsugæslustöðvum og sjúkrahúsum hefur orðið myllusteinn um háls rannsókna á vírusnum þar sem hefðbundnar mótefnaprófanir á blóði sjúklinga eru ekki nægilega nákvæmar og einkenni hans eru væg og almenn í þeim minnihluta sjúklinga sem finna nokkur einkenni.

Zika-vírusinn er afar líkur skyldum flavivírusum sem valda gulusótt, Vestur-Nílar vírus og beinbrunasótt (dengue) sem eru landlægir í Brasilíu. Fjölmargir hafa einnig verið bólusettir gegn gulusótt en fyrri sýkingar eða bólusetningar gegn þessum vírusum valda einnig jákvæðum niðurstöðum þegar skimað er fyrir Zika-vírus.

„Prófin sem eru til eru mjög takmarkandi því við verðum að vita mun meira um það hver var raunverulega með þessa sýkingu til þess að geta rannsakað vírusinn og afleiðingar hans,“ sagði Claudia Nunes dos Santos, sem starfar á rannsóknastofu í Curitiba í Brasilíu, við fréttastofu Reuters.

Án áreiðanlegra og almennra greininga á þeim sem sýkst hafa hefur leitin að orsakatengslum milli Zika-sýkingar og smáheila í ungbörnum smitaðra mæðra reynst erfiðari en ella. Þá er skorturinn á aðgengilegum og áreiðanlegum prófum til vandræða þegar kemur að meðferð þungaðra kvenna sem hugsanlega eru sýktar og gætu viljað láta framkvæma fóstureyðingu ef svo væri - en slíkt er bannað í Brasilíu og fleiri löndum Suður-Ameríku.

mbl.is
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
Trúlofunar og giftingarhringar frá Ernu
Dömuhringurinn á myndinni er með íolít eðalsteini sem numinn var á Indlandi. Íol...
PL Crystal Line, heitustu úrin í Paris.
Með SWAROVSKI kristals skífu, 2ja ára ábyrgð. Sama verð og í heimalandinu 16 til...
Listakonan í fjörunni
Til sölu stytta eftir Elísabetu Geirmundsdóttur frá Akureyri, sem gekk ævinlega ...
 
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar Sv...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...