Til jarðar 340 dögum síðar

AFP

Rúss­inn Mik­hail Kornien­ko og Banda­ríkjamaður­inn Scott Kelly snéru heim til jarðar frá Alþjóðlegu geim­stöðinni í nótt eft­ir tæplega árs­dvöl þar. 

Soyuz-geim­far flutti  tví­menn­ing­ana og Rúss­ann Ser­gei Volkov til jarðar en þeir lentu í Kasakst­an klukk­an 4:27 í nótt að ís­lensk­um tíma. Volkov var í hefðbundn­ari leiðangri og dvaldi fimm og hálf­an mánuð í geim­stöðinni. 

Tvímenningarnir höfðu þá dvalið 340 daga í geimstöðinni sem er tvöfalt lengri tími en venjan er að geimfarar dvelji þar. Dvöl þeirra er hluti af rannsókn á áhrifum þess að dvelja lengi úti í geimnum á líkamann.

Ljúka ársferð 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert