Er Göngu-Hrólfur danskur eða norskur?

DNA
DNA

Norskir fornleifafræðingar hafa loks fengið að opna gröf víkingahöfðingjans Göngu-Hrólfs (Rollo) í Normandí í Frakklandi. En stóra spurningin er hvers lenskur var hann, danskur eða norskur?, segir í frétt Aftenposten í gær. 

Þar kemur fram að unnið hafi verið að því að fá að opna gröfina undanfarin sjö ár til þess að greina lífsýni höfðingjans, segir sagnfræðingurinn sem stýrir uppgreftrinum, Sturla Ellingvåg. 

Rollo var nafnkunnur víkingahöfðingi, en ekki er full vissa um uppruna hans. Norskir og íslenskir sagnfræðingar hafa haldið því fram að Rollo sé sami maður og Göngu-Hrólfur, sonur Rögnvalds Eysteinssonar Mærajarls. Þetta er byggt á norskum og íslenskum ritum frá 12. og 13. öld, sem segja að Göngu-Hrólfur hafi lagt undir sig Normandí. Meðal annars fjallar Snorri Sturluson um þetta í sínum ritum, svo sem Heimskringlu.

Danskir sagnfræðingar halda því hins vegar fram að Rollo hafi verið danskur sonur Rögnvalds. Hann hafi verið sendur í útlegð frá Noregi og sest að í Normandí.

Mjög greinargóð samantekt er á Göngu-Hrófi á vef Wikipedia.

Umfjöllun Aftenposten

mbl.is
Lausar íbúðir ...Eyjasól ehf.
Fallegar 2-3ja herb. íbúðir í Reykjavik lausir dagar í ágúst. Allt til alls. Ve...
ÚTI HRINGSTIGAR
Vantar stiga af svölunum ofan í garðinn ? Hringstigar 120, 140 og 160 cm þvermá...
Bækur til sölu
Bækur til sölu Íslenskt fornbréfasafn 2,3,4,5,9,10,11,12 og 14, ób., mk., Strand...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...