Er Göngu-Hrólfur danskur eða norskur?

DNA
DNA

Norskir fornleifafræðingar hafa loks fengið að opna gröf víkingahöfðingjans Göngu-Hrólfs (Rollo) í Normandí í Frakklandi. En stóra spurningin er hvers lenskur var hann, danskur eða norskur?, segir í frétt Aftenposten í gær. 

Þar kemur fram að unnið hafi verið að því að fá að opna gröfina undanfarin sjö ár til þess að greina lífsýni höfðingjans, segir sagnfræðingurinn sem stýrir uppgreftrinum, Sturla Ellingvåg. 

Rollo var nafnkunnur víkingahöfðingi, en ekki er full vissa um uppruna hans. Norskir og íslenskir sagnfræðingar hafa haldið því fram að Rollo sé sami maður og Göngu-Hrólfur, sonur Rögnvalds Eysteinssonar Mærajarls. Þetta er byggt á norskum og íslenskum ritum frá 12. og 13. öld, sem segja að Göngu-Hrólfur hafi lagt undir sig Normandí. Meðal annars fjallar Snorri Sturluson um þetta í sínum ritum, svo sem Heimskringlu.

Danskir sagnfræðingar halda því hins vegar fram að Rollo hafi verið danskur sonur Rögnvalds. Hann hafi verið sendur í útlegð frá Noregi og sest að í Normandí.

Mjög greinargóð samantekt er á Göngu-Hrófi á vef Wikipedia.

Umfjöllun Aftenposten

mbl.is

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Bókhald - laun
Vantar þig bókara? Er viðurkenndur bókari með margra ára reynslu og vill gjarnan...
Playback borðtennisborð
PLAYBACK borðtennisborð frá BUTTERFLY m/neti, blá eða græn. 19mm borðplata Verð:...
Rýmingarsala
Rýmingarsala á vörubíladekkjum 13 R 22.5 kr. 31452 + vsk 1200 R 20 kr. 23387 + v...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
L edda 6017101719 iii
Félagsstarf
? EDDA 6017101719 III Mynd af auglýsi...
Aðalskipulag
Tilkynningar
Lýsing breytingar Aðalski...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...