Hubble sér lengra en nokkru sinni áður

Á innfelldu myndinni má sjá rauðleita vetrarbrautina GN-Z11 ljóma fyrir ...
Á innfelldu myndinni má sjá rauðleita vetrarbrautina GN-Z11 ljóma fyrir 13,2 milljörðum ára. NASA, ESA, og P. Oesch (Yale University)

Stjörnufræðingar telja sig hafa komið auga á fjarlægustu og jafnframt elstu vetrarbraut sem fundist hefur með Hubble-geimsjónaukanum aldna. Vetrarbrautin funheita er frá frumbernsku alheimsins og myndaði stjörnur á ógnarhraða, allt að tuttugu sinnum hraðar en Vetrarbrautin okkar.

„Við höfum tekið stórt skref aftur í tímann umfram það sem við bjuggumst við því að geta nokkurn tímann séð með Hubble,“ segir Pascal Oesch, stjarneðlisfræðingur við Yale-háskóla og aðalhöfundur rannsóknarinnar í tilkynningu sem birt var í gær.

Vetrarbrautin hefur hlotið nafnið GN-Z11 og birtist aðeins sem þokukenndur rauðleitur blettur á mynd sem Hubble tók. Stjörnufræðingar nota svonefnt rauðvik til að meta um hversu langa veg ljósið hefur ferðast. Þannig komust þeir að því að vetrarbrautin var áður funheit og bláljómandi á meðan stjörnur mynduðust í henni af miklum móð.

Teygist á ljósinu vegna útþenslu alheimsins

Alheimurinn er að þenjast út og því eru öll fyrirbæri í honum að fjarlægjast okkur. Við það teygist á ljósbylgjunum sem stafa frá fyrirbærum eins og GN-Z11. Ljósið sem hóf ferðina á bláleita enda litrófsins með styttri bylgjulengdir skilaði sér í ljósop Hubble sem rauðleitt ljós með lengri bylgjulengdir. Þessi tognun ljósbylgnanna er nefnd rauðvik.

Með því að mæla rauðvik ljóssins frá GN-Z11 komust stjörnufræðingarnir að því að vetrarbrautin væri í 13,2 milljarða ljósára fjarlægð og þar af leiðandi 13,2 milljarða ára gömul. Það þýðir að vetrarbrautin var byrjuð að skína aðeins 400 milljón árum eftir Miklahvell sem rímar illa við núverandi hugmyndir manna um upphafsár alheimsins. Enn er á huldu hvernig vetrarbrautin myndaðist.

Ekki eru allir vísindamenn sannfærðir af uppgötvuninni. Richard Ellis frá evrópsku stjörnustöðinni á Suðurhveli (ESO) sem fann vetrarbrautin sem var áður sú elsta sem fundist hafði segir að stjörnufræðingarnir hafi notað svið litrófs ljóss sem sé ekki eins áreiðanlegt til aldursgreiningar.

Oesch segir á móti að teymið sem stóð að uppgötvuninni hafi gert mælingar sínar eftir bestu getu og að tæknin sem það hafi notað sé að verða að viðtekinni aðferð.

Frétt Washington Post af uppgötvuninni

mbl.is

Bloggað um fréttina

Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
Trúlofunar og giftingarhringar frá Ernu
Dömuhringurinn á myndinni er með íolít eðalsteini sem numinn var á Indlandi. Íol...
PL Crystal Line, heitustu úrin í Paris.
Með SWAROVSKI kristals skífu, 2ja ára ábyrgð. Sama verð og í heimalandinu 16 til...
Listakonan í fjörunni
Til sölu stytta eftir Elísabetu Geirmundsdóttur frá Akureyri, sem gekk ævinlega ...
 
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar Sv...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...