Fordæmalausar loftslagsbreytingar í ár

Helst hefur munað um aukinn hita á norðurslóðum.
Helst hefur munað um aukinn hita á norðurslóðum. mbl.is/RAX

Janúar- og febrúarmánuðir þessa árs slógu öll hitamet með látum, segir Alþjóðaveðurfræðistofnunin. Varar hún við því að loftslagið sé að „breytast með fordæmalausum hraða.“

Hátt hitastig í þessum tveimur fyrstu mánuðum ársins kemur strax í kjölfar árs sem sló öll met með afgerandi hætti. Stofnunin bendir á methita á yfirborði sjávar, látlausa hækkun sjávarmálsins og fjölda öfgaveðurbrigða um heim allan.

Helst hefur munað um aukinn hita á norðurslóðum. Útbreiðsla hafíss hefur þannig aldrei verið minni í febrúar en nú í ár.

„Þessar ógnvænlegu og hröðu breytingar sem við verðum nú vitni að í okkar loftslagi, vegna útblásturs gróðurhúsagastegunda, eru fordæmalausar í okkar skrám,“ segir forstöðumaður stofnunarinnar, Petteri Taalas.

„Sláandi hitastig hingað til á þessu ári hafa gefið frá sér höggbylgjur um allt samfélag loftslagsvísindamanna.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert