Forritarar framtíðarinnar öttu kappi

Strákar voru í meirihluta en þó voru tvö lið sem …
Strákar voru í meirihluta en þó voru tvö lið sem eingöngu voru skipuð stúlkum.

Það gekk mikið á þegar Forritunarkeppni framhaldsskólanna fór fram á dögunum. Líkt og áður var keppnin hörð en nú gafst Akureyringum í fyrsta skipti færi á að taka þátt og þeir voru sigursælir.

Í myndskeiðinu eru viðtöl við keppendur og dómara. 

Keppnin fer fram árlega í Háskólanum í Reykjavík og þar takast lið eða einstaklingar á við þrautir sem margar hverjar eru ansi þungar. Hægt er að keppa í tveimur mismunandi styrkleikaflokkum:

Úrslit

Commadore 64 (erfiðleikastig 2)

Fyrir nemendur sem eru lengra komnir eða hafa góð tök á forritun og treysta sér til að leysa krefjandi verkefni.

1. sæti - Níels Karlsson: Menntaskólanum á Akureyri           

  • Atli Fannar Franklín
  • Brynjar Ingimarsson
  • Jóhann Ólafur Sveinbjarnarson

2. sæti - Darkness Consumes Me: Tækniskólanum

  • Eyþór Örn Hafliðason
  • Rolandas Mineika
  • Alexander Sigmarsson 

3. sæti  ☼ + ☃ = : Tækniskólanum

  • Elías Snær Einarsson
  • Ingólfur Ari Jóhannsson
  • Viktor Sævarsson

Sinclair Spectrum 48k (erfiðleikastig 1)

Fyrir nemendur sem eru byrjendur í forritun en hafa áhuga á að öðlast reynslu. Hentar þeim sem eru að taka sinn fyrsta áfanga í forritun.

1. sæti - Los Magos: Menntaskólanum í Reykjavík   

  • Bjarni Dagur Thor Kárason
  • Tristan Ferrua Edwardsson

2. sæti - Prophets of Konni: Tækniskólanum

  • Bjarki Fannar Snorrason

3. sæti - Team Doules: Tækniskólanum

  • Anton Freyr Magnússon
  • Kristófer Haukur Hauksson

Nafnakeppni:

Veitt eru verðlaun fyrir besta nafnið:

Victorious Secret, Menntaskólanum í Reykjavík     

  • Aðalbjörg Egilsdóttir
  • Harpa Guðrún Hreinsdóttir
  • Stefanía Katrín Finnsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert