Stýrðu vélmenni með hugarorkunni

Tækni sem gerir notendum kleift að stýra búnaði með hugarorku var kynnt til sögunnar á morgunverðarfundi Nýherja og IBM fyrr í vikunni. 

Joshua Carr, verkfræðingur frá IBM í Bretlandi, sýndi lausn sem mælir heilastarfsemi og forritað er til þess að „lesa“ viðbrögð í heila og hreyfingar. Slíkt stjórntæki muna leika lykilhlutverk í nýrri tækni á á komandi árum.

Carr fékk gest á morgunverðarfundinum til þess að stýra BB-8 vélmenni, samskonar vélmenni og notað er í nýjustu Stjörnustríðsmyndinni „The Force Awakens“, með hugarorkunni, eins og sést á myndbandinu.

„Galdurinn“ á bak við tæknina er hugbúnaðarumhverfið IBM Bluemix, en bakgrunnur Bluemix er ofurtölvan Watson, sem byggir á hugrænni tölvun (Cognitive computing). Watson sameinar mannlega vitsmuni og býr yfir getu til þess að vinna úr og geyma áður óþekkt magn gagna.

Joshua Carr notar Emotiv Insight og app til þess að …
Joshua Carr notar Emotiv Insight og app til þess að stýra BB-8 vélmenni, samskonar vélmenni og notað er í nýjustu Stjörnustríðsmyndinni „The Force Awakens“.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert