Þvergangan verður í beinni

Reikistjarnan Merkúríus gengur fyrir sólina frá jörðu séð á morgun.
Reikistjarnan Merkúríus gengur fyrir sólina frá jörðu séð á morgun. NASA/Johns Hopkins University Applied Physics Laboratory/Carnegie Institution of Washington

Þeir sem eiga ekki sjónauka með sólarsíu til að fylgjast með þvergöngu Merkúríusar fyrir sólina á morgun þurfa ekki að örvænta. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA verður með beina útsendingu á netinu með myndum frá þremur gervitunglum sem fylgja þvergöngunni eftir nánast í rauntíma.

Þvergangan sést í heild sinni frá Íslandi, ef veður leyfir, og hefst kl. 11:12. Henni lýkur kl. 18:42. Merkúríus gengur fyrir sólina 13-14 sinnum á öld. Næst gerist það árið 2019 en svo ekki fyrr en árið 2032.

Kveikt verður á tveimur mælitækjum SOHO-gevitungls NASA og evrópsku geimstofnunarinnar ESA sem slökkt hefur verið á í fimm ár til að fylgjast með þvergöngunni. Einnig verður SDO-gervitungli NASA og japanska gervitunglinu Hinode beint að viðburðinum.

Nauðsynlegt er að nota stjörnusjónauka til að fylgjast með þvergöngunni vegna þess hversu lítill Merkúríus er. Þá er algert lykilatriði að nota sólarsíu til að forðast augnskaða.

Hægt verður að fylgjast með beinni útsendingunni á vefsíðunni nasa.gov/transit.

Frétt Space.com

Fyrri frétt mbl.is: Merkúríus stekkur fyrir sólu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert