Sagður hafa tekið egg konu í óleyfi

Læknirinn, sem heitir Severino Antinori, má ekki leggja stund lækningar …
Læknirinn, sem heitir Severino Antinori, má ekki leggja stund lækningar í heilt ár á meðan lögregla rannsakar málið. AFP

Þekktur ítalskur frjósemislæknir hefur verið handtekinn eftir að kona, sem var skjólstæðingur hans, sakaði hann um að hafa fjarlægt egg úr henni á stofu hans án leyfis hennar.

Læknirinn, sem heitir Severino Antinori, má ekki leggja stund lækningar í heilt ár á meðan lögregla rannsakar málið. Hann er þekktur fyrir að hafa aðstoðað 63 ára konu við að verða þunguð. Hann var handtekinn á flugvelli í Róm.

Konan sem sakar Antinori um að hafa fjarlægt eggin er 24 ára og kemur frá Spáni. Hún vann um tíma á stofu hans og segir hún að farsími hennar hafi verið tekinn af henni og hún svæfð gegn hennar vilja áður en eggin voru tekin. Þegar hún vaknaði eftir svæfinguna náði hún að hringja og biðja um aðstoð úr einum af símum stofunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert