Goodall svarar fyrir Vísindavefinn

Jane Goodall ásamt simpansanum LaVielle.
Jane Goodall ásamt simpansanum LaVielle. Ljósmynd/ Fernando Turmo

Ein merkasta vísindakona heims, Dr. Jane Goodall, er í heimsókn hér á landi og heldur opinn fyrirlestur í Háskólabíói á miðvikudag.

Í tilefni af heimsókn Goodall, sem hefur helgað líf sitt náttúru- og dýravernd og er einna þekktust fyrir rannsóknir sínar á simpönsum, bað Vísindavefur Háskóla Íslands hana um að svara tveimur spurningum sem gestir vefjarins hafa sent inn.

Fyrra svarið er við spurningunni: Geta einstaklingar gert eitthvað til að hjálpa umhverfinu og náttúrunni?

„Það er mikilvægt að átta sig á því að við höfum áhrif á umhverfið á hverjum einasta degi. En við höfum val um hvers konar áhrif við viljum hafa,“ skrifar Goodall. 

„Við getum verið meira meðvituð um þær vörur sem við kaupum. Hvar var varan til dæmis búin til? Getum við valið vöru sem er framleidd í nálægt okkur og þannig sparað eldsneyti? Var varan búin til af börnum sem látin eru vinna sem þrælar? Voru einhver dýr pyntuð við framleiðslu vörunnar og hafði framleiðsluferlið neikvæð áhrif á umhverfið? Og svo getum við líka spurt okkur: Þurfum við virkilega á vörunni að halda?

Svar Goodall í heild sinni má lesa á Vísindavefnum með því að smella hér.

Síðara svarið birtist á morgun.

Fyrirlestur Goodall í Háskólabíói fer fram miðvikudaginn 15. júní kl. 17:00. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert