Hafragrautur hindrar krabbamein

Skál af hafragraut á dag getur gert kraftaverk.
Skál af hafragraut á dag getur gert kraftaverk. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Stór skál af hafragraut dag hvern getur mögulega dregið úr líkum á því að fólk deyi úr krabbameini. Þetta er niðurstaða stærstu rannsóknar sem gerð hefur verið á kostum grófs korns. 

Hafrar hafa lengi verið taldir tilheyra svokallaðri ofurfæðu sem getur  dregið úr líkum á sjúkdómum á borð við sykursýki og hjartveiki.

En samkvæmt nýrri rannsókn Harvard-háskóla getur neysla á grófu korni einnig komið í veg fyrir ótímabær dauðsföll vegna krabbameins.

Rannsóknin fól í sér að samþætta og rýna í gögn 12 rannsókna en samanlagt tóku um 800 þúsund manns þátt í þeim. Niðurstaðan var m.a. sú að ef neytt er um 70 gramma af grófu korni dag hvern, sem samsvarar stórri skál af hafragraut, dregur það úr hættu á því að deyja fyrir aldur fram um 22% og að deyja úr krabbameini um 20%.

Vísindamenn telja að neysla á grófu korni lækki kólesterólmagn í blóðinu og hjálpi til við að halda blóðsykrinum jöfnum. Þá sé fólk lengur satt af slíkri fæðu og freistist því minna til þess að fá sér millimál.

Frétt Telegraph um rannsóknina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert