Fær bætur vegna Windows 10

Windows 10 kynnt.
Windows 10 kynnt. EPA

Microsoft hefur samþykkt að greiða konu einni 10.000 dollara í skaðabætur en hún fullyrðir að tölvan hennar hafi orðið ónothæf eftir að hún uppfærði sjálfkrafa í stýrikerfið Windows 10. Fyrirtækið segist hafa hætt við áfrýjun til að forðast frekari lögfræðikostnað.

Konan segir að hún hafi verið með Windows 7 á tölvunni sem hún notar til að reka fyrirtækið sitt í Kaliforníu. Tölvan hafi hins vegar uppfært sjálfkrafa í Windows 10 án samþykkis hennar og í kjölfarið orðið óstöðug.

Windows 10 er ókeypis uppfærsla fyrir þá sem eru með eldri stýrikerfin Windows 7 og 8 en Microsoft hefur lagt mikla áherslu á að fá notendur til að skipta yfir í nýja kerfið. Margir hafa hins vegar valið að uppfæra ekki af ýmsum ástæðum.

Í febrúar kom tæknirisinn því þannig fyrir að tölvur náðu sjálfkrafa í uppfærsluna nema notendur þeirra lokuðu sérstaklega fyrir það.

„Ég hafði aldrei heyrt um Windows 10. Enginn spurði mig hvort ég vildi uppfæra,“ segir konan.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert