Juno á braut um Júpíter

Þessi mynd frá NASA sýnir líkan geimfarsins Juno.
Þessi mynd frá NASA sýnir líkan geimfarsins Juno. AFP

Mikil fagnaðarlæti brutust út hjá bandarísku geimferðastofnuninni NASA þegar geimfarið Juno komst á braut um reikistjörnuna Júpíter.

„Við erum komin. Við erum komin á brautina. Þetta er nánast eins og draumur hafi ræst,“ sagði Scott Bolton, vísindamaður hjá NASA.

Frétt mbl.is: Juno sækir Júpíter heim

Juno var skotið á loft frá Flórída fyrir fimm árum og hefur ferðast tæplega þrjá milljarða kílómetra í gegnum sólkerfið.

Geimfarinu, sem er nefnt eftir konu Júpíters í rómverskri goðafræði, er ætlað að skyggnast undir skýjahulu plánetunnar og afhjúpa leyndarmál hennar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert