Bandaríkin og Kína skrifa undir Parísarsamkomulagið

Forseti Kína Xi Jinping ásamt bandarískum starfsbróður sínum, Barack Obama.
Forseti Kína Xi Jinping ásamt bandarískum starfsbróður sínum, Barack Obama. AFP

Bandaríkin og Kína, sem samanlagt bera ábyrgð á losun 40% gróðurhúsalofttegunda, hafa skrifað undir Par­ís­ar­sam­komu­lagið um lofts­lags­mál.

Sigrún Magnús­dótt­ir um­hverf­is- og auðlindaráðherra, skrifaði undir Par­ís­ar­sam­komu­lagið fyr­ir Íslands hönd í apríl. 

Eins og kunn­ugt er náðist sam­komu­lag um hert­ar aðgerðir í lofts­lags­mál­um á 21. aðild­ar­ríkjaþingi Loft­lags­samn­ings SÞ í Par­ís í des­em­ber. Eft­ir er að ganga form­lega frá und­ir­skrift Par­ís­ar­samn­ings­ins og síðan þurfa ríki að full­gilda hann svo hann gangi í gildi.

Parísarsamkomulagið einróma samþykkt af 195 þátttökuríkjum COP21 loftslagsráðstefnunnar. Aldrei áður hafa jafnmörg ríki tekið höndum saman í loftslagsmálum. Samkomulagið fólst m.a. í því að tryggja að hlýnun jarðar skyldi vera innan við 2 gráður og reynt skyldi að halda henni innan 1,5 gráða sem er talsvert metnaðarfyllra markmið en áður hefur verið samþykkt.

Meðal helstu atriða í Parísarsamkomulaginu, fyrir utan takmörk á hlýnun jarðar, voru að tryggja eftirfylgni markmiða landa í loftslagsmálum með þeim hætti að á fimm ára fresti yrði farið yfir stöðu mála og í kjölfarið skyldu ríki setja sér ný, metnaðarfull markmið. Einnig voru settar fram kröfur um bókhald yfir nettólosun allra ríkja til að auðvelda eftirlit og síðan var lofað fjármögnun í loftslagsmál til þróunarlanda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

VIÐHALD FASTEIGNA
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá: http://www.sogem-stairs.com/stairs/ladders/cottage Sími 848 3215 www.byggi...
 
Verkefnisstjóri
Stjórnunarstörf
Verkefnisstjóri Stjór...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Fyrirtæki í reykjavík
Önnur störf
Fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir ...
Uppboð á ökutökjum
Uppboð
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra Haf...