10 milljóna fjölgun hjá Spotify

Frá höfuðstöðvum Spotify í Stokkhólmi.
Frá höfuðstöðvum Spotify í Stokkhólmi. AFP

Áskrifendur tónlistarveitunnar Spotify eru komnir yfir 40 milljónir talsins. „40 er hið nýja 30,“ tísti stofnandi fyrirtækisins, Daniel Ek.

Frétt mbl.is: Áskrifendur Spotify 30 milljónir 

Fjöldinn hefur aukist um 33% síðan í mars þegar áskrifendurnir voru 30 milljónir. Spotify er langvinsælasta tónlistarveitan. Sú næstvinsælasta er Apple Music með um 15 milljónir áskrifenda.

Streymi á tónlist hefur aukist mikið í heiminum á þessu ári og hefur það magn tónlistar sem streymt er á netinu meira en tvöfaldast á fyrstu sex mánuðum ársins miðað við á sama tíma í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá BuzzAngle Music.

Á stærsta markaðnum í Bandaríkjunum voru tónlistarstreymin 114 milljarðar á fyrri helmingi ársins og er það í fyrsta sinn sem slík streymi fara fram úr streymum á myndböndum.

Eftir að Spotify hóf göngu sína í Indónesíu í mars eru þjóðirnar orðnar 59 sem bjóða upp á tónlistarveituna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert