Ástralskir frumbyggjar elsta siðmenningin

Danssýning ástralskra frumbyggja. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum …
Danssýning ástralskra frumbyggja. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. AFP

Niðurstöður DNA-rannsóknar á frumbyggjum Ástralíu renna stoðum undir kenningar um að þeir séu elsta samfellda menningarsamfélagið á jörðinni. Uppruni þeirra er rakinn 50.000 ár aftur í tímann og voru forfeður nútímafrumbyggja líklega fyrstu mennirnir til að ferðast yfir hafið.

Grein um rannsóknina birtist í tímaritinu Nature en hún fjallar um DNA-rannsóknir á frumbyggjum í Ástralíu og á Papúa Nýju-Gíneu. Rannsóknin er ein fjögurra sem birtist í tímaritinu og varpar ljósi á hvernig mannkynið dreifði sér frá Afríku og skiptist upp í mismunandi þjóðflokka.

„Þetta er saga sem hefur vantað í vísindin lengi. Núna vitum við að forfeður þeirra er fólkið sem var fyrstu raunverulegu landkönnuðirnir. Forfeður okkar sátu hjá nokkuð hræddir við heiminn á meðan þeir lögðu í þennan ótrúlega leiðangur yfir Asíu og hafið,“ segir Eske Willerslev, þróunarerfðafræðingur við Kaupmannahafnarháskóla sem leiddi rannsóknina.

Rannsóknirnar á frumbyggjunum benda til þess að þeir eigi ættur sínar að rekja 50.000 ár aftur í tímann þegar fyrstu mennirnir námu land í Ástralíu. Frumbyggjarnir hafi verið nær algerlega einangraðir þangað til fyrir um fjögur þúsund árum.

Á leiðinni til Ástralíu hefðu ýmsir tegundir manna orðið á vegi forfeðra frumbyggjanna, þar á meðal óþekktur ættingi mannkynsins sem rannsóknin bendir til að hafa lagt til 4% af núverandi erfðamengi frumbyggjanna.

„Þeir eru líklega elsti hópurinn á jörðinni sem hægt er að tengja við einn stað,“ segir Willerslev.

Frétt The Guardian

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert