Loksins búið að greina risaeðluna

Brasilískir steingervingafræðingar hafa borið kennsl á bein einnar stærstu risaeðlu sem nokkru sinni var uppi á svæðinu.

Steingervingarnir fundust árið 1953. Það var brasilíski sérfræðingurinn Llewellyn Ivor Price sem fann þá. Það hefur því tekið meira en sextíu ár að greina þá. 

Risaeðlan hefur hlotið latneska heitið Austroposeidon Magnificus. Hún var um 25 metrar á lengd. Hryggjaliðir hennar eru nú til sýnis í Jarðvísindasafninu í Ríó.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert