Fleiri hitaeiningar úr áfengi en gosi

Besta leiðin til þess að draga úr inntöku hitaeininga er …
Besta leiðin til þess að draga úr inntöku hitaeininga er að hætta að drekka áfengi. AFP

Rannsóknir benda til þess að margar þjóðir innbyrði fleiri hitaeiningar í áfengum drykkjum heldur en gosdrykkjum. Það sé því vænlegra til árangurs í baráttunni við offitu að reyna að taka á áfengisneyslu en gosdrykkjaneyslu.

Í frétt Guardian kemur fram að áfengisvandamál Breta hafi meira að segja um offitu þjóðarinnar en sykurneysla.

Þar kemur fram að Bretar, líkt og fleiri þjóðir, innbyrði meira af hitaeiningum með áfengisneyslu heldur en sykruðum drykkjum líkt og cola og límonaði. Vísað er í nýjar tölur þar sem neysla 24 þjóða er rannsökuð af Euromonitor International. Allar þjóðirnar 24, fyrir utan eina, innbyrða daglega fleiri hitaeiningar með neyslu áfengis en sykruðum gosdrykkjum. Í Bretlandi fær hver fullorðinn einstaklingur meira en 106 hitaeiningar á dag úr áfengum drykkjum samanborið við 98 úr sykruðum gosdrykkjum.

Íbúar Suður-Kóreu skipa efsta sætið með 168 hitaeiningar á dag úr áfengi en aðeins 44 úr sykruðum drykkjum. Tékkar og Pólverjar eru einnig ofarlega á blaði, sem og Finnar og Þjóðverjar. Aftur á móti eru íbúar Taívan sér á báti en þeir eru þeir einu sem fá færri hitaeiningar úr áfengi en gosdrykkjum. Bandaríkin voru ekki með í rannsókninni

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert