Fósturlátsgen fundið?

RSA er greint hjá konum sem hafa þrisvar eða oftar …
RSA er greint hjá konum sem hafa þrisvar eða oftar upplifað fósturlát á fyrstu fimm vikum meðgöngu. AFP

Vísindamenn segjast hafa fundið tengsl á milli stökkbreytinga í ákveðnu geni og aukinnar hættu á ítrekuðum fósturlátum. Uppgötvunin þykir boða von um betri greiningu og meðferð.

Genið, FOXD1, fannst fyrst í músum, rita vísindamenn í Open Biology. Þeir ákváðu þá að kanna hvort stökkbreytingin í geninu fyndist hjá 556 konum sem höfðu upplifað ítrekaðan fósturmissi, RSA.

Svo reyndist vera.

RSA er greint þegar kona hefur þrisvar sinnum eða oftar upplifað fósturlát á fyrstu fimm vikum meðgöngu. RSA á við um eina af hverjum 100 meðgöngum.

271 kona var í viðmiðunarhópi en það var niðurstaða vísindamannanna að konur með FOXD1-stökkbreytinguna reyndust mun líklegri tölfræðilega til að þjást af RSA.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert