Stýrir þróunarverkefni um lúpínu

Frá fyrsta verkefnisfundi LIBBIO. Evrópskir þátttakendur í garði Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.
Frá fyrsta verkefnisfundi LIBBIO. Evrópskir þátttakendur í garði Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.

Evrópusambandið hefur veitt fimm milljóna evra styrk eða ríflega 600 milljónir króna til nýs sam-evrópsk þróunarverkefnis um lífmassaframleiðslu og aðra úrvinnslu lúpínu sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands stýrir.

Verkefnið hefur fengið lafnið LIBBIO og að því koma fjórtán aðilar í átta löndum, þar á meðal Landgræðsla ríkisins.

Í fréttatilkynningu segir að Evrópusambandið hafi sett sér það markmið að draga úr vægi jarðolíu í hagkerfinu og vera betur sjálfu sér nægt um lífafurðir. Með LIBBIO-verkefninu vill Evrópusambandið auka lífmassaframleiðslu af rýru landi og styrkja þar með lífhagkerfið án þess að nota verðmætt ræktarland. Á Íslandi er mikið af mjög rýru landi og hér hefur Alaskalúpínan dafnað um árabil. 

Í LIBBIO-verkefninu verður skoðað hvernig vinna má olíu, prótein og fóður úr lúpínunni eða nota hana til orkuframleiðslu. Hlutverk Nýsköpunarmiðstöðvar er próteinvinnsla til annarra nota en matvæla og orkuvinnsla, auk verkefnisstjórnunar. Á Íslandi verður áhersla lögð á að kanna möguleika lúpínunnar til vaxtar á rýru landi með það fyrir augum að nýta hana til uppgræðslu eða fóðurframleiðslu. Verkefnið er styrkt af samstarfsneti evrópska lífmassaiðnaðarins, innan H2020 rannsóknaráætlunar Evrópusambandsins, samkvæmt verkefnissamningi nr. 720726.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert