Íslenskar aðferðir hraðvirkari og ódýrari

Edda Sif Aradóttir Pind á loftslagsráðstefnunni í Marokkó.
Edda Sif Aradóttir Pind á loftslagsráðstefnunni í Marokkó. Ljósmynd/Orkuveita Reykjavíkur

Þær aðferðir sem beitt er við að binda jarðhitagös í grjót við Hellisheiðarvirkjun eru miklu hraðvirkari en hefðbundnar aðferðir og talsvert ódýrari. Á vef Orkuveitu Reykjavíkur er greint frá erindi dr. Eddu Sifjar Aradóttur Pind á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem nú stendur yfir í Marokkó.

Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri OR, tók einnig til máls á ráðstefnunni og rakti aðdraganda þess að farið var að binda gas í grjót við Hellisheiðarvirkjun. Hún setti það í samhengi við þróun jarðhitanýtingar OR og Orku náttúrunnar. Aðferðirnar hafa verið í þróun í jarðlögum við Hellisheiðarvirkjun í tæpan áratug og lofar árangurinn góðu. 

Í hefðbundnum aðferðum felst að koltvíoxíði er dælt niður í þétt setlög þar sem lofttegundin umbreytist á þúsundum ára. Í verkefninu við Hellisheiðarvirkjun hefur verið sýnt fram á að með því að blanda jarðhitaloftinu í vatn og dæla því þannig niður í basaltbergið, umbreytist gasið í grjót að langmestu leyti á aðeins tveimur árum. Þetta gildir hvorttveggja um koltvísýring og brennisteinsvetni.

Allt að fjórtán sinnum ódýrari

Í erindi Eddu Sifjar var sýndur samanburð á útgefnum tölum um kostnað við hefðbundnar aðferðir og þær aðferðir sem beitt er í verkefni Orkuveitu Reykjavíkur og ON. Hefðbundnar aðferðir við förgun brennisteins kosta 356 bandaríkjadali á hvert tonn en 62-131 dali við bindingu koltvíoxíðs. Á Hellisheiði er hvor lofttegundin bundin með kostnaði sem svarar til tæplega 25 bandaríkjadala á tonn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert