Gervinef hunds í sprengiefnaleit

Þessi fallegi hundur í miðbænum er líklega með gott þefskyn …
Þessi fallegi hundur í miðbænum er líklega með gott þefskyn eins og hundar eru alla jafna. mbl.is/Styrmir Kári

Hundurinn, besti vinur mannsins, hefur löngum verið þekktur fyrir einstakt þefskyn. Bandarískir vísindamenn hafa nýtt sér þennan hæfileika dýrsins til að greina sprengiefni. Í þetta sinn var það ekki gert með hefðbundnum hætti heldur var nef með þefskyni hunds prentað í þrívíddarprentara og því komið því fyrir á sprengiefnaskynjara.

Greint var frá niðurstöðunni í tímaritinu Scientific Reports.

Í stuttu máli bar þetta einstaklega góðan árangur. Skynjarinn var mun næmari í að greina sprengiefnin með nýja þefskyninu eða um 16 sinnum betri en án þess. „Með því að líkja eftir því hvernig hundar þefa getum við bætt tækin okkar,“ sagði Matthew Staymates við AFP. Hann er einn af meðhöfundum greinarinnar og starfar við Staðla- og tæknistofnun Bandaríkjanna. 

Líkt var eftir þefskyni hunds af tegundinni labrador retriever.  

Hér má sjá myndband um efnið. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert