Rannsaka brak geimfarsins

Hluti af braki Progress-geimfarsins sem hjarðmenn gengu fram á um …
Hluti af braki Progress-geimfarsins sem hjarðmenn gengu fram á um helgina. AFP

Yfirvöld í Tuva-héraði í Rússlandi rannsaka nú hluta af braki Progress-geimfarsins sem hrapaði til jarðar eftir misheppnað geimskot í síðustu viku. Hjarðmenn fundu hluta braksins og annar hluti fannst í bakgarði íbúðarhúss í dag.

Progress-geimfarið átti að flytja tvö og hálft tonn af vistum og birgðum til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar en leiðangursstjórn rússnesku geimstofnunarinnar Roscosmos missti samband við farið þegar nokkrar mínútur voru liðnar af geimskotinu. Farið komst aldrei á braut um jörðu, hrapaði til jarðar og brann að mestu leyti upp í lofthjúpnum.

Rannsókn á orsökum slyssins stendur enn yfir en grunur leikur á að vél þriðja þreps eldflaugarinnar hafi bilað með þessum afleiðingum. Þetta var í annað skiptið á tveimur árum sem Progress-geimfar glatast á leið til geimstöðvarinnar.

Frétt Mbl.is: Brann upp á leið út í geiminn

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert