Uppgötvun tímakristalla boðar byltingu

Því hefur verið spáð að til séu aðrar og skrýtnari …
Því hefur verið spáð að til séu aðrar og skrýtnari tegundir af efni í heiminum, sem ekki eru í jafnvægi.

Getgátur hafa verið uppi undanfarna mánuði um að rannsakendum hafi loksins tekist að búa til svokallaða tímakristalla, það eru kristallar sem hafa frumeindabyggingu sem endurtekur sig ekki aðeins í rúmi, heldur einnig í tíma. 

Nú hafa niðurstöður rannsakendanna verið gerðar opinberar, þar sem greint er í smáatriðum frá því hvernig þeim tókst að búa til og mæla þessa undarlegu kristalla.

Tveir sjálfstæðir hópar vísindamanna segjast þá hafa búið til fleiri kristala, eftir að hafa byggt á umræddum niðurstöðum.

Nýtt tímabil innan eðlisfræðinnar?
Nýtt tímabil innan eðlisfræðinnar? Mynd/ScienceAlert

Gæti hjálpað við gerð skammtatölva

Talið er að uppgötvunin marki upphafið á nýju tímabili innan eðlisfræðinnar, að því er fram kemur í umfjöllun ScienceAlert. Í fjölda ára hafi menn aðeins rannsakað efni, sem hægt er að skilgreina sem svo að sé í jafnvægi (e. equilibrium), til dæmis málma.

En á sama tíma hefur því verið spáð að til séu aðrar og skrýtnari tegundir af efni í heiminum, sem ekki séu í jafnvægi. Þar á meðal eru tímakristallar.

Nú þegar spárnar hafa ræst, og sú staðreynd er ljós að til er efni sem ekki er í jafnvægi, gæti það gjörbylt því hvernig við skiljum heiminn í kringum okkur og um leið leitt til framfara í tækni á borð við skammtatölvur.

„Þetta er nýr fasi efnis, punktur. En þetta er einnig mjög svalt þar sem um er að ræða eitt fyrsta dæmið um efni sem ekki er í jafnvægi,“ segir Norman Yao, sem fór fyrir rannsókninni við Kaliforníu-háskóla í Berkeley.

Sjá umfjöllun Popular Mechanics

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert