Sex ára efast um snilligáfu kvenna

Þegar stúlkur eru sex ára eru þær hættar að leggja ...
Þegar stúlkur eru sex ára eru þær hættar að leggja góðan námsárangur að jöfnu við snilligáfu. AFP

Staðalímyndir kynjanna koma snemma fram hjá börnum. Þegar stelpur eru sex ára eru þær þegar farnar að efast um að konur séu „afburðasnjallar“. Á þeim aldri eru þær frekar farnar að trúa því að strákar séu það.

Þetta er niðurstaða rannsóknar sem birt var í vísindatímaritinu Science í vikunni. Rannsóknin var byggð á viðtölum við 400 börn á aldrinum fimm til sjö ára. Fengu börnin ákveðin verkefni til að leysa. 

Í einu verkefninu var börnunum sögð smásaga um manneskju sem var „mjög, mjög klár“ en þeim var ekki gefin vísbending um hvort um konu eða karl væri að ræða. Fimm ára börn, bæði strákar og stelpur, voru líklegri til að draga þá ályktun að þessi klára manneskja væri af sama kyni og þau sjálf. En þegar 6-7 ára stúlkurnar voru spurðar voru þær mun ólíklegri en strákar til að tengja snilligáfu við sitt kyn.

Tengja ekki námsárangur við snilligáfu

Í öðru verkefni voru börnin beðin um að giska á hvert fjögurra barna, tveggja drengja og tveggja stúlkna, væri líklegast til að fá hæstu einkunnirnar í skólanum. Í þessu verkefni voru stúlkurnar á hvaða aldri sem þær voru líklegri til að segja að stúlkurnar í hópnum fengju hærri einkunnir. Þannig virðist sem stúlkur leggi ekki að jöfnu góðan árangur í námi og snilligáfu. 

Að lokum voru börnin spurð um áhuga sinn á tveimur nýjum leikjum. Annar var sagður fyrir börn sem væru „mjög, mjög klár“ og hinn var fyrir börn sem legðu sig „mjög, mjög mikið fram“. Vísindamennirnir komust að því að sex og sjö ára stúlkur sýndu minni áhuga en drengir á leik fyrir klár börn. Sá munur sást ekki meðal fimm ára barna.

Getur haft áhrif á starfsframa

Vísindamennirnir draga m.a. þá ályktun af niðurstöðum rannsóknarinnar að snemma megi sjá vísbendingar um hvaða starfsvettvang konur velji. Þær sneiði mögulega hjá störfum sem eru tengd snilligáfu, s.s. eðlisfræði og heimspeki, að sögn aðalhöfundar rannsóknarinnar, Lin Bian sem starfar við Illinois-háskóla í Bandaríkjunum. „Þetta er líklegt til að hafa áhrif á löngun þeirra í ákveðnar greinar. Við teljum að það sé mikilvægt að kanna hvers vegna og hversu snemma ungir krakkar læra þessar staðalímyndir, að tengja snilligáfu við karlmenn.“

mbl.is
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
Refapels, síður.
Til sölu ónotaður síður Liz Clayborne refapels, í stærð sem sennilega er Large,...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Borðstofustólar til sölu
Til sölu 10 stk. af notuðum borðstofustólum, seljast helst saman. 1.500 kr. stk...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
L edda 6017112119 i h&v
Félagsstarf
? EDDA 6017112119 I H&V; Mynd af augl...